6.6.2016 | 12:32
Stærðfræði - flatarmálsverkefni
Í stærðfræði var ég að læra um flatarmál og við gerðum verkefni þar sem við hönnuðum garð. Í upphafi verkefnisins fengum við blað þar sem stóð allt sem átti að vera á garðinum og hvað það átti að vera stórt. En svo máttum við bæta hlutum við ef við vildum. Fyrst rissaði ég uppkast og svo mældi ég allt nákvæmt á stórt blað og litaði.
Mér fannst ég ekki læra rosa mikið af þessu verkefni en mér finnst ég þó vera orðin mjög örugg á flatarmáli eftir þetta verkefni.
Mér fannst alveg frekar skemmtilegt að gera þetta verkefni en það var samt smá leiðinlegt að þurfa að lita svona mikið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.