Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2015

Staðreyndir um Evrópu

Í samfélagsfræði var ég að læra um Evrópu.

Þetta verkefni unnum við í Word og áttum að setja inn upplýsingar um Evrópu í textabox og setja myndir við.

Við byrjuðum á því að fá blað með ýmis konar spurningum um Evrópu og áttum að finna svörin við þeim. Við notuðum bók sem heitir Evrópa og kortabók til að finna svörin. Sum svörin fundum við samt á netinu.

Þegar við vorum búin að því fórum við í tölvur.

Á þessu verkefni lærði ég t.d að Malta er þéttbýlasta land Evrópu og Ísland er fámennast og margt fleira.

Mér fannst þetta verkefni frekar skemmtilegt.

Hér geturðu séð verkefnið mitt.

 


Spörfuglar

Í náttúrufræði var ég að búa til power point glærur um spörfugla. Ég fékk fyrirmæli á One note frá kennaranum hvernig ég ætti að gera þær þannig þegar ég var að vinna í glærunum þurfti ég alltaf að passa að ég væri að fara eftir fyrirmælunum.

Ég lærði mjög margt af þessu verkefni næstum allt því ég kunni eiginlega ekkert um spörfugla áður. Ég lærði t.d hvaða fuglar tilheyra spörfuglum og hvað maríuelan er lengi á Íslandi og hvert hún fer á veturna.

Mér fannst þetta verkefni alveg frekar skemmtilegt og ég er alveð til í að gera svona power point glærur einhvern tímann aftur. Ég er ánægð hvernig glærurnar mínar litu út í lokin.

Hérna geturðu séð verkefnið mitt.


Höfundur

Bríet Glóð Pálmadóttir
Bríet Glóð Pálmadóttir

 

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband