Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Stærðfræði - Kynning um almenn brot og prósentur

Ég hef verið að læra um almenn brot og prósentur í stærðfræði og ég átti að búa til kynningu um það. Ég fékk blað frá kennaranum með tíu atriðum sem tengjast alennum brotum og prósentum og svo átti að velja sex til að kynna. Ég skrifaði kynninguna mína á blað og svo las ég hana upp á ipad.

Þetta verkefni fannst mér alveg frekar skemmtilegt en mér fannst samt smá erfitt að koma mér að stað.

Með því að gera þetta verkefni fannst mér ég ná að skilja almenn brot og prósentur betur og verða betri í þeim.

Mér fannst kynningin mín heppnast frekar vel en ég hefði verið ánægðari hefði ég lesið hana upp aðeins betur.

Hér geturðu hlustað á kynninguna mína 


Galdrastafir og græn augu - Bókagagnrýni

Bókin galdrastafir og græn augu er bók eftir Önnu Heiðu Pálsdóttur sem var gefin út árið 1997. Anna Heiða hefur skrifað tvær bækur Galdrastafi og græn augu og bókina Mitt eigið Harmagedón en hún hlaut barnabókaverðlaunin fyrir hana. Hún hefur meira verið að þýða bækur og hefur til dæmis þýtt bækurnar Gallabuxnaklúbburinn og svo hefur hún líka þýtt þríleik Philips Pullmans.

Bókin Galdrastafir og græn augu fjallar um unglingsstrákinn Svein sem fór einn sunnudaginn í bíltúr með mömmu sinni, vini hennar Skúla og litlu systur sinni Erlu. Þar finnur hann stein með galdrastafi á sem sendir hann baka til fortíðarinnar. Þar lærir hann hvernig lífið var á 18 öld, hann kynnist nýju fólki t.d séra Eiríki þjóðsagnarpersónu svo verður hann hrifinn af stelpu sem heitir Kristín og hann eignast vin sem heitir Jónas og svo lendir í alls konar ævintýrum á meðan hann reynir að finna leið til að komast heim.

Mér finnst Galdrastafir og græn augu góð bók. Mér finnst hún góð því söguþráðurinn er góður og mér finnst hugmyndin að senda aðal sögupersónuna aftur í tímann mjög góð. Mér finnst höfundurinn líka ná að halda mér inní bókinni allan tímann sem mér finnst mjög góður kostur. Mér finnst ekki margir gallar við þessa bók en helsti gallinn finnst mér er að mér finnst endirinn ekki svo góður. Mér fannst hann ekki góður því bókin endaði eins og það væri framhald þótt það sé ekkert framhald. Þannig það var svo margt sem maður fékk ekki að vita sem maður hefði viljað að vita. En yfir allt fannst mér hún mjög góð. Þannig fyrir þá sem eru hrifnir að því að lesa ótrúlega spennandi bækur og skemmtilegar þá mæli ég með Galdrastöfum og grænum augum.

 

 galdrastafir


Eyjafréttir

Eitt af verkefnunum sem ég ákvað að gera í Tyrkjaráninu var að búa til fréttir um atburði og sögur sem gerðust í ráninu eins og ég væri fréttaritari á þeim tíma. Allar uppisýngarnar fékk ég á Arifrodi.net/Tyrkir. Ég gerði fimm fréttir sem fjölluðu um Ræningjatanga,Lyngfellsdal,Hundraðmannahelli,Kirkjubæ og Sængurkonusteininn.

Ég skrifaði fréttirnar mínar í word og svo setti ég þær inn á Glogster og bætti myndum við.

Mér fannst alveg ágætlega gaman að gera þetta verkefni.

Hér geturðu séð verkefnið mitt


Staðreyndir um Evrópu

Í samfélagsfræði var ég að læra um Evrópu.

Þetta verkefni unnum við í Word og áttum að setja inn upplýsingar um Evrópu í textabox og setja myndir við.

Við byrjuðum á því að fá blað með ýmis konar spurningum um Evrópu og áttum að finna svörin við þeim. Við notuðum bók sem heitir Evrópa og kortabók til að finna svörin. Sum svörin fundum við samt á netinu.

Þegar við vorum búin að því fórum við í tölvur.

Á þessu verkefni lærði ég t.d að Malta er þéttbýlasta land Evrópu og Ísland er fámennast og margt fleira.

Mér fannst þetta verkefni frekar skemmtilegt.

Hér geturðu séð verkefnið mitt.

 


Spörfuglar

Í náttúrufræði var ég að búa til power point glærur um spörfugla. Ég fékk fyrirmæli á One note frá kennaranum hvernig ég ætti að gera þær þannig þegar ég var að vinna í glærunum þurfti ég alltaf að passa að ég væri að fara eftir fyrirmælunum.

Ég lærði mjög margt af þessu verkefni næstum allt því ég kunni eiginlega ekkert um spörfugla áður. Ég lærði t.d hvaða fuglar tilheyra spörfuglum og hvað maríuelan er lengi á Íslandi og hvert hún fer á veturna.

Mér fannst þetta verkefni alveg frekar skemmtilegt og ég er alveð til í að gera svona power point glærur einhvern tímann aftur. Ég er ánægð hvernig glærurnar mínar litu út í lokin.

Hérna geturðu séð verkefnið mitt.


Ég skipti um skoðun

Í ritun skrifaði ég sögu sem heitir Ég skipti um skoðun. Hún fjallar um stelpu sem heitir Thelma og í sögunni segir hún þér frá hvernig hún fékk köttinn sinn Nóa og hvernig fyrsta vikan þeirra var saman. Mér gekk alveg ágætlega að vinna hana. Ég hefði viljað að byrja á sögu strax í fyrsta tíma. Því ég byrjaði ekki fyrr en í svona þriðja tíma.

 

Hér geturðu séð verkefnið mitt

 


Ritgerð um Búddhatrú

Í skólanum var ég að læra um Búddhatrú og svo átti ég að skrifa ritgerð um trúna. Mér gekk vel að vinna ritgerðina og fannst það líka gaman.

 

Ég lærði mjög mikið eins og hvað munkar og nunnur eru, hvað áttfaldi stígurinn er og hvernig ævi Búddha var. 

 

Hér geturðu séð ritgerðina mína

 


« Fyrri síða

Höfundur

Bríet Glóð Pálmadóttir
Bríet Glóð Pálmadóttir

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband