Leita í fréttum mbl.is

Galdrastafir og græn augu - Bókagagnrýni

Bókin galdrastafir og græn augu er bók eftir Önnu Heiðu Pálsdóttur sem var gefin út árið 1997. Anna Heiða hefur skrifað tvær bækur Galdrastafi og græn augu og bókina Mitt eigið Harmagedón en hún hlaut barnabókaverðlaunin fyrir hana. Hún hefur meira verið að þýða bækur og hefur til dæmis þýtt bækurnar Gallabuxnaklúbburinn og svo hefur hún líka þýtt þríleik Philips Pullmans.

Bókin Galdrastafir og græn augu fjallar um unglingsstrákinn Svein sem fór einn sunnudaginn í bíltúr með mömmu sinni, vini hennar Skúla og litlu systur sinni Erlu. Þar finnur hann stein með galdrastafi á sem sendir hann baka til fortíðarinnar. Þar lærir hann hvernig lífið var á 18 öld, hann kynnist nýju fólki t.d séra Eiríki þjóðsagnarpersónu svo verður hann hrifinn af stelpu sem heitir Kristín og hann eignast vin sem heitir Jónas og svo lendir í alls konar ævintýrum á meðan hann reynir að finna leið til að komast heim.

Mér finnst Galdrastafir og græn augu góð bók. Mér finnst hún góð því söguþráðurinn er góður og mér finnst hugmyndin að senda aðal sögupersónuna aftur í tímann mjög góð. Mér finnst höfundurinn líka ná að halda mér inní bókinni allan tímann sem mér finnst mjög góður kostur. Mér finnst ekki margir gallar við þessa bók en helsti gallinn finnst mér er að mér finnst endirinn ekki svo góður. Mér fannst hann ekki góður því bókin endaði eins og það væri framhald þótt það sé ekkert framhald. Þannig það var svo margt sem maður fékk ekki að vita sem maður hefði viljað að vita. En yfir allt fannst mér hún mjög góð. Þannig fyrir þá sem eru hrifnir að því að lesa ótrúlega spennandi bækur og skemmtilegar þá mæli ég með Galdrastöfum og grænum augum.

 

 galdrastafir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bríet Glóð Pálmadóttir
Bríet Glóð Pálmadóttir

 

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband